Reykjavik Roasters
Brautarholti 2, Reykjavík
Við rekum kaffihús í Reykjavík sem eiga það þó sameiginlegt að kaffið sem þar er á boðstólnum er sérvalið, ristað og framreitt af okkur. Á kaffihúsum okkar tveimur viljum við bjóða upp á kaffi sem okkur finnst gott, handa fólki sem kann það vel að meta.
Við erum í sífellu að læra eitthvað nýtt um kaffi, nýjar aðferðir við kaffigerð og erum alltaf tilbúin í spjall um gott kaffi og nýjar nálganir við uppáhellinginn. Þannig getum við fært þér það yndislegasta sem frábært kaffi hefur upp á að bjóða.
