Gleraugnasalan 65
Laugavegur 65, 101 Reykjavík, Iceland, Reykjavík
Gleraugnasalan 65 hefur starfað í yfir 50 ár og allan þann tíma lagt áherslu á vandaða vinnu, mikla nákvæmni og góða þjónustu. Gleraugnasalan hóf starfssemi sína í nóvember 1961 og var þá á Laugavegi 12. Árið 1973 flutti verslunin á Laugaveg 65 og er þar enn í dag.
Eigendaskipti voru í júlí 2000 þegar að stofnandinn, Walter Lentz, lét af störfum og við tók Rüdiger Seidenfaden sem starfað hefur þar síðan 1981.
Sjónmælingar hófust formlega 28.april 2005 en Gleraugnasalan fékk sérstak leyfi að mæla frá 2003.
Sumarið 2005 hófst sala á linsum og linsumælingar í Gleraugnasölunni
Á haustdaögum 2011 var stór dagur hjá okkur í Gleraugnasölunni en þá fögnuðum við 50 ára afmæli. 1961 - 2011
