Gallerí Fold
Rauðarárstígur, Reykjavík, Iceland, Reykjavík
Listmunasala, uppboðshús og sýningarsalir - Gallerí Fold er leiðandi í sýningar- og uppboðshaldi á Íslandi. Galleríið var stofnað árið 1990 en hefur verið í eigu núverandi eigenda frá 1992. Árið 1994 flutti Galleríið starfsemi sína í eigið húsnæði að Rauðarárstíg 14 þar sem það hefur náð að vaxa og dafna. Galleríið er nú í 600 m2 húsnæði og hefur yfir 5 sýningarsölum að ráða en salirnir eru frá 30 – 110 m2. Að jafnaði býður Gallerí Fold verk um 60 íslenskra úrvalslistamanna. Auk þess tekur galleríið verk í endursölu frá einstaklingum og fyrirtækjum, bæði í beina sölu og á uppboð. Því er ávallt gott úrval fjölbreyttra verka á boðstólnum hjá okkur.
Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist
Listmunauppboð í hverjum mánuði
Gallerí Fold stendur fyrir listmunauppboðum mánaðarlega yfir vetrartímann sem alla jafna eru vel sótt. Boðin eru upp um eitt hundrað verk hverju sinni. Uppboðsskrá má nálgast í galleríinu eða á myndlist.is. Nýjung í starfseminni eru uppboð á netinu á vefnum uppbod.is. Þar er hægt að bjóða í verk sem eingöngu eru til sölu á netinu eða leggja inn forboð fyrir verk á stærri uppboðum.
Sérfræðingar í verðmati
Gallerí Fold tekur að sér að verðmeta verk fyrir einstaklinga, fyrirtæki, tryggingarfélög og stofnanir. Til grundvallar verðmatinu liggur mikil þekking á íslenskum listamarkaði og hin íslenska verðvísitala listaverka sem byggist á gögnum um öll listaverkauppboð sem hafa farið fram á Íslandi og galleríið heldur utan um.
Íslensk list um heim allan
Í hverri viku heimsækja okkur tugir erlendra gesta sem vilja kynna sér það helsta sem er að gerast í íslensku listalífi. Við pökkum verkum til flutnings.
Til að geta veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu stofnaði galleríið rammaverkstæði árið 2001. Verkstæðið býr yfir fullkomnasta búnaði sem völ er á og rammar inn bæði fyrir listamenn gallerísins sem viðskiptavini þess.
