Viðey

Viðey, Reykjavík

: 533 5055

: 533 5055

Á Heimaey í Viðey standa ein elstu hús lands­ins, Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa sem áður hýstu heldri fjöl­skyldur en eru nú opin almenn­ingi. Þar er einnig rek­inn veit­inga­staður.

Sagan drýpur af hverju strái í Viðey en eyjan er jafn­framt útivista­svæði í eigu Reykvíkinga og öllum er vel­komið að koma og njóta kyrrðar og nátt­úru eyjarinnar.

Friðarsúlan í Viðey er hugarfóstur myndlistarmannsins, tónlistarmannsins og friðarsinnans Yoko Ono og er hugsuð sem leiðarljós fyrir heimsfrið.

Verkið er í formi „óskabrunns“, en uppúr honum stígur há og mikil ljóssúla. Orðin „Hugsa sér frið“ eru grafin í brunninn á 24 tungumálum.

Ljóssúlan er samansett úr mismunandi geislum sem sameinast í einu sterku ljósi. 

0.0

Meðaleinkunn

Núverandi staðsetning