Hið Íslenska Reðasafn

Laugavegur 116, Reykjavík

: 561 6663

: 561 6663

Hið Íslenzka Reðasafn er væntanlega hið eina sinnar tegundar í heiminum, þar sem saman hefur verið safnað reðum af allri spendýrafánu eins lands.

Reðurfræði eru aldagömul vísindi sem til þessa hefur lítt verið sinnt áÍslandi, nema þá sem afleggjara annarra fræða, t.d. sagnfræði, listfræði, sálfræði, bókmennta og ýmissa lista, svo sem tónlistar og balletts.

Nú er hins vegar unnt að stunda reðurfræði á skipulegan og vísindalegan hátt, þökk sé Hinu Íslenzka Reðasafni.

Hið Íslenzka Reðasafn telur nú 283 reði og reðurhluta af nálega öllum land- og sjávarspendýrum hinnar íslensku fánu. Í safninu eru 56 eintök af 17 tegundum hvala, 1 eintak af bjarndýri, 38 eintök af 7 tegundum sela og rostunga og 120 eintök af 21 tegund landspendýra, eða alls um 220 eintök af 47 dýrategundum, þar með talið eintak af Homo Sapiens.

Við þetta bætast loforð fyrir þremur eintökum af tegundinni Homo Sapiens og eru vottfest gjafabréf því til staðfestingar.

Auk þessa er að finna í safninu Þjóðfræðideild með 24 eintökum af 20 tegundum og erlenda deild með  46 eintök af 34 tegundum.

Samtals eru því í safninu 283 eintök af 99 tegundum.

Auk hins vísindalega þáttar hefur safnið að geyma um þrjú hundruð listgripa og nytjahluta er tengjast viðfangsefnum safnsins.

5.0

Meðaleinkunn

nýleg umfjöllun

einkunn
All Users 11-Oct-2019

Núverandi staðsetning