Hafnarhús - Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagata 17, Reykjavik
Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk.
Húsið er jafnframt heimkynni Errósafnsins og þar má alltaf ganga að sýningum listamannsins. Erró er einn af upphafsmönnum popplistarinnar í Evrópu og tvímælalaust einn þekktasti samtímalistamaður landsins.
Sex sýningarsalir eru í Hafnarhúsi, auk útiports, fjölnotarýmis og bókasafns. Á annarri hæð er leiksvæði fyrir börn sem nefnist Augnablik – staður til að staðnæmast. Svæðið er ætlað fyrir alla þá sem vilja fá útrás fyrir sköpunargáfuna.
Í Frú Laugu Matstofu á 2. hæð geta gestir notið hollra og ljúffengra rétta úr gæðahráefni ásamt ítölskum náttúruvínum. Lífrænt kaffi og gómsætar kökur eru einnig á boðstólum.
