Listvinahúsið Ceramic Studio

Skólavörðustígur 43, Reykjavik

: 354 551 2850

: 354 551 2850

Listvinahúsið er elsta listasmiðja landsins, stofnað árið 1927 af listamanninum Guðmundi Einarsyni frá Miðdal.  Var Listvinahúsið fyrst staðsett á Skólavörðuholtinu en árið 1964 fluttist það að Skólavörðustíg 43, þar sem það er enn þann dag í dag. 

Til að byrja með var leirinn sem notaður var í Listvinahúsinu íslenskur. Var hann m.a. fenginn úr Búðardal og af Reykjanesinu.  Til að hægt væri að nýta leirinn til framleiðslu leirmuna þurfti að taka hann í gegnum leirvél, sem fyrst um sinn var staðsett í Listvinahúsinu á Skólavörðuholtinu.  Í kringum 1948 var leirvinnslan flutti sunnan megin í Öskjuhlíðina, þar sem notaðar voru danskar leirvinnsluvélar sem þar höfðu verið settar niður.  Íslenski leirinn var notaður í Listvinahúsinu til 1960, eða allt þar til farið var að flytja inn leir.

Hægt er að skipta leirmunum Listvinahússins í tvennt.  Annars vegar voru útbúnir hlutir úr mótum (þrykktir) og hins vegar renndir munir.  Þrykktu hlutirnir voru m.a. styttur hverskonar; t.d. spendýr og fuglar, auk kertastjaka, öskubakka, o.þ.h.

0.0

Meðaleinkunn

Núverandi staðsetning