Gullkistan - Þjóðbúningasilfur
Frakkastíg 10, Reykjavík
Verkstæði Gullkistunnar hefur verið starfrækt frá því um 1870. Þá var það verkstæði Erlendar Magnússonar gullsmiðs til 1909.
Magnús Erlendsson gullsmiður, sonur hans lærði hjá honum og rak fyrirtækið til 1930.
Fyrirtækið hefur alltaf boðið upp á fjölbreytt úrval af þjóðbúningasilfri og unnið er meðal annars eftir gömlum munstrum, sem Erlendur Magnússon hafði safnað. Mótin, sem gerð voru fyrir sandsteypu, fylgdu verkstæðinu. Enn er farið eftir þessum gömlu munstrum, en gömlu mótin eru nú komin í varðveislu í Árbæjarsafni.
