Listasafn Einars Jónssonar - Hnitbjörg
Eiríksgata, Reykjavik
Listasafn Einars Jónssonar var vígt á Jónsmessudag árið 1923. Voru það tímamót í íslenskri myndlistarsögu þar sem það var fyrst íslenskra listasafna sem opnaði í eigin húsnæði.
Nú er í gangi verkefnið Tölum um stytturnar í garðinum í safninu, verkefnið er hugsað sem brú á milli safngesta og þriggja höggmynda í styttugarði safnsins. Verkin sem um ræðir eru: Vernd, Konungur Atlantis og Heimir. Fræðsluefnið er ætlað öllum aldurshópum og er í formi einblöðunga en þar er að finna stuttan texta um verkin ásamt myndskreytingum eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur.
