Ásgrímur Jónsson Collection

Bergstaðarstræti 74, Reykjavik

: 515 9600

: 515 9600

SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
BERGSTAÐASTRÆTI 74, 101 REYKJAVÍK

Ásgrímur Jónsson (1876-1958) er einn brautryðjenda íslenskrar myndlistar og varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi. Ásgrímur fæddist 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Árið 1897 hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði nám við Konunglega listaháskólann 1900-1903. Ásgrímur dvaldist ytra til ársins 1909, en síðasta árið hafði hann vetursetu á Ítalíu. Á leið sinni til og frá Ítalíu kom hann við í Berlín og Weimar í Þýskalandi og sá m.a. verk frönsku impressjónistanna sem höfðu djúp áhrif á hann.

0.0

Meðaleinkunn

Núverandi staðsetning