Sandholt

Laugavegur 36, Reykjavík

: 551 3524

: 551 3524

Sandholt er fjölskyldubakarí sem byggir á áratuga langri hefð. Fimmta kynslóð bakarameistara Sandholts býður viðskiptavinum sínum upp á áhugaverðar  nýjungar úr einu elsta starfandi bakaríi landsins sem hóf störf 1920.  Framboðið á mismunandi tegundum af brauði og kökum er síbreytilegt og sækist bakarameistarinn Ásgeir Sandholt stöðugt eftir spennandi nýjungum sem byggja á handverkshefð fjölskyldunnar. Í Sandholt grúskum við í gömlum uppskriftum og leitum að uppruna brauð- og kökugerðar og reynum að finna nýjan flöt á gömlu hefðunum.

 

Við erum ekki smeyk við að fara út fyrir ramma hins hefðbundna íslenska bakarís og þróa nýjungar í brauðgerð. Sömuleiðis gerum tilraunir í ís- og konfektgerð og það kann líka að koma á óvart að við leggjum mikinn metnað í öðruvísi pinnamat  og annarskonar veislukost.

 

Við notum fersk egg og ekta smjör og búum jafnvel til okkar eigin sýrða rjóma. Við forðumst að stytta okkur leið með aðferðum stóriðnaðarins enda teljum við það skila mestum gæðum til viðskiptavina okkar.

5.0

Meðaleinkunn

Núverandi staðsetning