Kopar
Geirsgata 3, Reykjavík
Sérstaða Kopars felst í spennandi hráefni og fjölbreyttum réttum. Á matseðlinum mætast nýjar og gamlar aðferðir og uppskriftir, hefðbundið hráefni og óvænt. Kopar er til dæmis fyrsti veitingastaður borgarinnar til að bjóða upp á íslenskan grjótkrabba.
Brasserie-réttir Kopars veita gestum tækifæri til að kanna matarheiminn á einni kvöldstund á sanngjörnu verði. Brasserie-réttirnir eru smáréttir, gómsæt viðbót við hefðbundna forrétti, aðalrétti og eftirrétti.
Gamla höfnin hefur undanfarin ár tekið stakkaskiptum og er nú iðandi af mannlífi og uppákomum.
Við erum stolt af því að bætast í flóruna.
