Fiskmarkaðurinn
Aðalstræti 12, Reykjavík
Fiskmarkaðurinn er íslenskur veitingastaður sem leitar í austur með bragð og stíl.
Hönnunin er bæði tekin frá Íslandi og Asíu þar sem trönuviður og stuðlaberg mætir bambus og gömlum brenndum eikarvið.
Réttir staðarins eru matreiddir á þrem mismunandi svæðum: í aðaleldhúsi, á Robata grilli og raw barnum.
Hrefna Rósa Sætran og Axel Björn Clausen er fólkið á bakvið eldhús Fiskmarkaðarins.
Fiskmarkaðurinn er opinn frá 18.00 öll kvöld.
